Vandasamasta verkefni Einars 10. september 2010 06:00 Heimildarmyndin Norð Vestur eftir Einar Þór Gunnlaugsson verður frumsýnd í október.fréttablaðið/valli Heimildarmyndin Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995 verður frumsýnd í október. Einar Þór Gunnlaugsson leikstýrir myndinni, sem tók þrjú ár í vinnslu. „Ég er fæddur þarna og þekkti flestalla sem fórust. Þetta eru mínar æskustöðvar,“ segir Einar Þór, sem síðast leikstýrði kvikmyndinni Heiðinni. „Ég er ekkert sérstaklega örlagatrúar en stundum hefur maður spurt sig af hverju maður fór út í þetta. Á endanum komst maður að því að kannski er þetta eitthvað sem maður þurfti að gera.“ Í Norð Vestur er blandað saman sögulegu efni teknu á 8 mm filmu, fréttum úr fjölmiðlum, ljósmyndum heimafólks og atvinnuljósmyndara, og þrívíddar-módelum. Sagt er frá útköllum bæði í byggðunum vestra sem og Almannavarna ríkisins sem urðu ein af þeim umfangsmestu í sögunni. Björgunar- og fjölmiðlafólk, heimamenn sem björguðust úr flóðinu og aðstandendur segja frá atburðarásinni þessa örlagaríku daga. „Þetta er örugglega vandasamasta verkefni sem ég gert í mínu starfi og þarna er gríðarlega mikið af viðtölum,“ segir Einar Þór. „En þetta var í rauninni ekkert erfiðara en mörg önnur verkefni, þegar maður hugsar um tilganginn. Hann er fyrst og fremst fyrir komandi kynslóðir. Að þær kynnist þessum atburðum og við lærum eitthvað af þessu áður en önnur stórslys koma.“ Fyrri hluti myndarinnar, sem er um 100 mínútna langur, verður frumsýndur í október. Seinni hlutinn, sem er ætlaður fyrir sjónvarp og mynddisk, er um þriggja klukkustunda langur með aukaefni. Tónlistina fyrir myndina sömdu þau Gunnar Tynes og Silla úr hljómsveitinni múm. -fb Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Heimildarmyndin Norð Vestur sem fjallar um snjóflóðið á Flateyri 1995 verður frumsýnd í október. Einar Þór Gunnlaugsson leikstýrir myndinni, sem tók þrjú ár í vinnslu. „Ég er fæddur þarna og þekkti flestalla sem fórust. Þetta eru mínar æskustöðvar,“ segir Einar Þór, sem síðast leikstýrði kvikmyndinni Heiðinni. „Ég er ekkert sérstaklega örlagatrúar en stundum hefur maður spurt sig af hverju maður fór út í þetta. Á endanum komst maður að því að kannski er þetta eitthvað sem maður þurfti að gera.“ Í Norð Vestur er blandað saman sögulegu efni teknu á 8 mm filmu, fréttum úr fjölmiðlum, ljósmyndum heimafólks og atvinnuljósmyndara, og þrívíddar-módelum. Sagt er frá útköllum bæði í byggðunum vestra sem og Almannavarna ríkisins sem urðu ein af þeim umfangsmestu í sögunni. Björgunar- og fjölmiðlafólk, heimamenn sem björguðust úr flóðinu og aðstandendur segja frá atburðarásinni þessa örlagaríku daga. „Þetta er örugglega vandasamasta verkefni sem ég gert í mínu starfi og þarna er gríðarlega mikið af viðtölum,“ segir Einar Þór. „En þetta var í rauninni ekkert erfiðara en mörg önnur verkefni, þegar maður hugsar um tilganginn. Hann er fyrst og fremst fyrir komandi kynslóðir. Að þær kynnist þessum atburðum og við lærum eitthvað af þessu áður en önnur stórslys koma.“ Fyrri hluti myndarinnar, sem er um 100 mínútna langur, verður frumsýndur í október. Seinni hlutinn, sem er ætlaður fyrir sjónvarp og mynddisk, er um þriggja klukkustunda langur með aukaefni. Tónlistina fyrir myndina sömdu þau Gunnar Tynes og Silla úr hljómsveitinni múm. -fb
Mest lesið Ragga Holm og Elma giftu sig Lífið Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Tíska og hönnun Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Lífið Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð Lífið „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Lífið Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Ása Ninna kveður Bylgjuna Lífið Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Lífið Fleiri fréttir Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“