Angelina Jolie á ekki margar vinkonur eða vini sem hún leitar til. Ef hún þarf á vini að halda þá er unnusti hennar, leikarinn Brad Pitt, til staðar fyrir hana.
Leikkonan, sem er stödd í Pakistan, viðurkennir að hlutverk hennar er einmanalegt því hún á fáa vini sem hún getur treyst.
Angelina Jolie er velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og heimsækir flóðasvæðin í Pakistan þar sem hún vekur athygli á ástandinu og reynir að hafa áhrif.
Angelina og Brad eiga sex börn en hún þolir ekki að vera í burtu frá fjölskyldunni.
„Ég tala við fjölskylduna þegar ég þarf á því að halda," sagði Angelina spuð hvernig hún tekst á við einveruna á ferðlögum líkt og þessu.
„En ég viðurkenni að ég á ekki marga vini sem ég get rætt við. Hann (Brad) er í rauninni eina manneskjan sem ég tala við."
Þrátt fyrir söknuðinn þá eru börnin í góðum höndum. Áður en Angelina lagði af stað í þessa ferð lagði hún mikla áherslu á að útskýra tilganginn fyrir börnunum.