Lífið

Willow fetar í fótspor foreldra sinna

Willow Smith hefur slegið í gegn aðeins tíu ára gömul. Hér er hún ásamt móður sinni, Jödu Pinkett Smith.
Willow Smith hefur slegið í gegn aðeins tíu ára gömul. Hér er hún ásamt móður sinni, Jödu Pinkett Smith.

Hin tíu ára gamla dóttir Wills Smith og Jödu Pinkett Smith, Willow, hefur slegið rækilega í gegn vestanhafs. Stúlkan gaf nýlega út sína fyrstu smáskífu, Whip My Hair, sem hefur slegið í gegn vestan hafs og komst í kjölfarið á samning hjá engum öðrum en Jay-Z.

„Ég fæ ekki að gera allt sem mig langar til. Mamma þarf fyrst að gefa mér leyfi,“ sagði sú stutta í viðtali við tímaritið W.

„Mamma og pabbi eru fyrirmyndir mínar, þau veittu mér innblástur og þess vegna langaði mig að koma fram eins og þau. Ég erfði flæðið frá pabba, sönghæfileikana frá mömmu og leikhæfileikana frá þeim báðum. Þetta er það sem gerist þegar þú hangir með Smith-fjölskyldunni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.