Innlent

Kosningar 2010: Frestir framlengdur í Mývatnssveit og á Súðavík

Frestur til að skila inn framboði í Mývatnssveit vegna komandi sveitarstjórnarkosninga hefur verið framlengdur um tvo daga.

Einum framboðslista var skilað til kjörstjórnar í morgun - Mývatnslistinn - og ef fleiri framboð bætast ekki við fyrir hádegi á mánudag verður listinn sjálfkjörinn.

Fimm sitja í sveitarstjórn Mývatnssveitar en í síðustu kosningum var enginn listi í framboði.

Sama má segja um Súðavík en framboðsfrestur hefur verið framlengdur af sömu ástæðu þar í bæ fram til hádegis á mánudag.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×