Enski boltinn

Fabregas: Við höfðum trúna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cesc Fabregas skorar markið sitt í kvöld.
Cesc Fabregas skorar markið sitt í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að það hafi verið lykilatriði í sigrinum á Chelsea í kvöld að leikmenn höfðu trú á því sem þeir voru að gera.

„Munurinn á góðu liði og frábæru liði er mjög lítill," sagði Fabregas við enska fjölmiðla eftir leikinn sem Arsenal vann, 3-1. „Við gerðum það sem frábær lið gera. Við vorum frábærir."

„Deildin er mjög jöfn og getur hvaða lið sem er unnið hana. Við munum gera okkar besta."

Theo Walcott, félagi Fabregas hjá Arsenal, segir engan tilgang í því að dvelja við fortíðina. Þeir skoruðu báðir í kvöld eftir að Alex Song hafði komið Arsenal yfir í fyrri hálfleik.

„Við hugsum ekki um hana enda getum við engu breytt í fortíðinni. Við einbeittum okkur að því að pressa á þá og það gerðum við allir. Leikmenn Chelsea fengu ekkert pláss til að athafna sig."

„Við náðum að vinna sigur í kvöld en það er annar leikur handan við hornið. Það gekk þó vel í kvöld og við létum Chelsea líta út eins og miðlungslið á köflum."

„Sigurinn var fyrir stuðningsmennina vegna þess að við höfum ekki staðið okkur vel í leikjum gegn Chelsea á undanförnum árum."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×