„Gaman að hafa hér leðurblökur“ Erla Hlynsdóttir skrifar 12. október 2010 15:21 Leðurblaka sem fannst í Færeyjum. Þær eru heldur ófrýnilegar en borða mestmegnis bara skordýr. „Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað. Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
„Við þurfum ekkert á óttast að hér fari leðurblökur að setjast að. Ég myndi nú reyndar segja að það væri bara svolítið gaman að hafa hér leðurblökur," segir Ævar Pedersen, fuglafræðingur og áhugamaður um leðurblökur, spurður hvort Íslendingar þurfi að hafa áhyggjur af auknum fjölda leðurblaka hér á landi. Fregnir berast nú frá frændum okkar í Færeyjum af því að leðurblökur hafi þar gert innrás. Sagt var frá því í hádegisfréttum Bylgjunnar að þær finnist þar nú bæði fleiri og stærri en oft áður. Ævari þykir miður að við getum ekki búist við því að þær flykkist hingað. „Þær sjást alltaf af og til á Íslandi. Þær koma þá með varningi eða hagstæðum vindum. Oft koma þær á sama tíma og flækingsfuglar sem hafa þá villst af leið," segir Ævar. Hann hefur síðustu áratugi haldið utan um fjölda þeirra leðurblaka sem hingað koma og segir að þær séu um þrjátíu sem hafa hér fundist síðan hann byrjaði að telja fyrir um þremur áratugum.Rysjótt veðráttan hamlar Leðurblökur hafa heldur illt orð á sér en Ævar segir þær hinar ljúfustu. „Hingað hafa aldrei komið þessar blóðsuguvampírur, eins og þær eru kallaðar. Það er bara í hitabeltislöndunum sem leðurblökur ráðast á menn og dýr í skjóli nætur og drekka úr þeim blóð," segir hann. Þær leðurblökur sem hingað hafa komið lifa á skordýrum og veiða þau á flugi. Hér er veður þó heldur óhagstætt til skordýraveiða þar sem þau er erfitt að klófesta þegar rignir eða er vindasamt. „Það er rysjótt veðráttan sem hamlar því að þær setjist hér að," segir hann.Lýsir eftir frosinni leðurblöku Ævar er starfsmaður Náttúrufræðistofnunar Íslands og hefur tekið á móti þeim leðurblökum sem hér finnast. Hann segir að síðast hafi sést til leðurblöku í Vestmannaeyjum í sumar. Sú leðurblaka var handsömuð lifandi og var um tíma til sýnis í Fiska- og náttúrugripasafni Vestmannaeyja. Eftir að hún drapst var leðurblakan fryst og segist Ævar hafa búist við að fá hana senda til rannsókna stuttu síðar. Hann hefur þó enn ekki fengið leðurblökuna í hendur. „Ég verð nú eiginlega að nota þetta tækifæri til að lýsa eftir henni," segir hann.Svindl að koma með skipi Ævar hefur í gegn um tíðina tekið á móti leðurblökum og sent til rannsókna erlendis. Þar hafa þær verið tegundagreindar og þannig hægt að sjá hvaðan líklegast er að þær hafi komið. Ævar segir að leðurblökurnar komi yfirleitt frá Evrópu eða Norður-Ameríku. Ef ekki er fyrir hagstæða vinda koma þær gjarnan með vöruskipum. „Mér finnst það nú eiginlega hálfgert svindl," segir Ævar sposkur. Hann hvetur þá sem sjá til leðurblaka að setja sig í samband við Náttúrufræðistofnun. Svo virðist sem fleiri leðurblökur finnist hér á landi en áður. Líklegasta ástæðan fyrir því er þó aukinn fjöldi vöruskipa frekar en að þær séu beinlínis að leggja leið sína hingað.
Tengdar fréttir Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Fleiri fréttir Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Sjá meira
Flugmýs gera innrás í Færeyjar Innrás av flogmýs í Føroyum. Svo skrifar blaðamaður á færeyska blaðinu Dimmalætting sem segir að undanfarna daga hafi mikill fjöldi þessara ljótu gesta verið á sveimi yfir eyjunum. 12. október 2010 12:16
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent