„Ég fagna þessari niðurstöðu“ 27. júlí 2010 16:54 „Ég fagna þessari niðurstöðu," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Þar var tilkynnt að það sé ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila. Þá verður eign einkaaðila að orkugeiranum takmörkuð með lagafrumvarpi. Jóhanna mun skipa sérstaka nefnd til að rannsaka einkavæðingaferli Hitaveitu Suðurnesja og munu skoða lögmæti kaupa MME í HS Orku. Niðurstöður úr þeirri nefnd munu liggja fyrir um miðjan ágúst. Magma Energy verður látin vita af þessari úttekt og að lagaumhverfið sé að breytast. Það verður skoðað sérstaklega af þessari nefnd hvort þessi kaup séu lögmæt og einkavæðingaferli HS Orku skoðað. „Þungamiðjan er að treysta á forræði opinberra aðila í orkugeiranum," sagði Jóhanna. Steingrímur segir að stjórnarsamstarfið hafi sýnt mikinn styrk í því að fá niðurstöðu í málið hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum. Hann segir að horfið verið með öllu frá þeirri einkavæðingastefnu sem var áður hér. Tengdar fréttir Lausn komin á Magma-málið Ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu í Magma málinu og verður hún kynnt í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið á fundum í allan dag vegna málsins, en eins og kunnugt er lýstu þrír þingmenn Vinstri grænna því yfir um helgina að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði samningurinn um kaup Magma Energy á HS Orku ekki ógiltur. 27. júlí 2010 14:38 Munu ekki staðfesta samningana Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkisstjórnin ákveðið að greina forsvarsmönnum Magma Energy á Íslandi frá því að áhöld séu um lögmæti samninganna um kaupin á HS orku og því sé ekki hægt að staðfesta þá af opinberri hálfu núna. 27. júlí 2010 15:07 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
„Ég fagna þessari niðurstöðu," sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á blaðamannafundi nú fyrir stundu. Þar var tilkynnt að það sé ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila. Þá verður eign einkaaðila að orkugeiranum takmörkuð með lagafrumvarpi. Jóhanna mun skipa sérstaka nefnd til að rannsaka einkavæðingaferli Hitaveitu Suðurnesja og munu skoða lögmæti kaupa MME í HS Orku. Niðurstöður úr þeirri nefnd munu liggja fyrir um miðjan ágúst. Magma Energy verður látin vita af þessari úttekt og að lagaumhverfið sé að breytast. Það verður skoðað sérstaklega af þessari nefnd hvort þessi kaup séu lögmæt og einkavæðingaferli HS Orku skoðað. „Þungamiðjan er að treysta á forræði opinberra aðila í orkugeiranum," sagði Jóhanna. Steingrímur segir að stjórnarsamstarfið hafi sýnt mikinn styrk í því að fá niðurstöðu í málið hjá ríkisstjórninni og stjórnarflokkunum. Hann segir að horfið verið með öllu frá þeirri einkavæðingastefnu sem var áður hér.
Tengdar fréttir Lausn komin á Magma-málið Ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu í Magma málinu og verður hún kynnt í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið á fundum í allan dag vegna málsins, en eins og kunnugt er lýstu þrír þingmenn Vinstri grænna því yfir um helgina að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði samningurinn um kaup Magma Energy á HS Orku ekki ógiltur. 27. júlí 2010 14:38 Munu ekki staðfesta samningana Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkisstjórnin ákveðið að greina forsvarsmönnum Magma Energy á Íslandi frá því að áhöld séu um lögmæti samninganna um kaupin á HS orku og því sé ekki hægt að staðfesta þá af opinberri hálfu núna. 27. júlí 2010 15:07 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Sjá meira
Lausn komin á Magma-málið Ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu í Magma málinu og verður hún kynnt í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa setið á fundum í allan dag vegna málsins, en eins og kunnugt er lýstu þrír þingmenn Vinstri grænna því yfir um helgina að þeir myndu ekki styðja ríkisstjórnina áfram verði samningurinn um kaup Magma Energy á HS Orku ekki ógiltur. 27. júlí 2010 14:38
Munu ekki staðfesta samningana Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur ríkisstjórnin ákveðið að greina forsvarsmönnum Magma Energy á Íslandi frá því að áhöld séu um lögmæti samninganna um kaupin á HS orku og því sé ekki hægt að staðfesta þá af opinberri hálfu núna. 27. júlí 2010 15:07