Innlent

Handtekinn eftir líkamsárás á Laugaveginum í nótt

Liðlega tvítugur karlmaður var handtekinn í Reykjavík á fimmta tímanum í nótt, eftir að hann hafði ráðist á mann á Laugavegi og veitt honum áverka í andliti.

Árásarmaðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann réðist að því er virtist að tilefnislausu á mann, sem var á Laugaveginum ásamt nokkrum fleirum. Hann sló hann í andlitið og lagði síðan á flótta, en lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku.

Lögregla flutti hinn slasaða á Slysadeild, þar sem meðal annars var gert að nefbroti hans.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×