Íslenski boltinn

Guðjón: Menn verða að halda einbeitingu

Elvar Geir Magnússon skrifar
Guðjón Lýðsson. Mynd/Haukar.is
Guðjón Lýðsson. Mynd/Haukar.is

„Þetta var mjög sárt," sagði Guðjón Lýðsson, besti leikmaður Hauka í kvöld. Haukar töpuðu 2-3 fyrir Selfossi í botnslag deildarinnar.

Eftir úrslit kvöldsins er staða Hauka orðin kolsvört en Guðjón hefur ekki játað sig sigraðan.

„Markmiðið hjá okkur var bara sigur. Mér fannst við alls ekkert lélegri í þessum leik en fáum á okkur tvö mörk úr hornspyrnum. Við yfirspiluðum þá á löngum köflum en menn verða að halda einbeitingu til að klára svona leiki. Þetta hlýtur að fara að koma, menn hljóta að ná einum leik án þess að gera mistök."

Guðjón er ekki búinn að leggja árar í bát. „Við þurfum að vinna næstu leiki ef við ætlum ekki að falla, það er ekki flókið."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×