Veit ekki hvað varð um lúxussnekkjuna Maríu SB skrifar 13. apríl 2010 15:38 Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Magnús Guðmundsson, forstjóri Banque Havilland í Lúxemborg, segist ekkert vita um afdrif lúxussnekkjunnar Maríu sem fjallað er um í tölvupóstum í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Hann segist óhræddur við efni skýrslunnar - staðreyndir tali sínu máli. "Nei, ég hef ekki lesið skýrsluna eða séð hana," sagði Magnús í samtali við blaðamann Vísis. Magnús býr Lúxemborg og sagði veðrið gott. Vísir fjallaði í gær um tölvupóst sem Magnús sendi í febrúar 2008 vegna lúxussnekkjunnar Maríu. Pósturinn var stílaður á þá Ágúst og Lýð Guðmundssyni, Hreiðar Má Sigurðsson, Steingrím Kárason, Ármann Þorvaldsson og Sigurð Einarsson. „Tökum stöðuna í haust, ef við erum ríkir við getum haldið áfram, ef við erum enn fátækir seljum við dallinn [...] Mér líður best persónuleg og vinnulega með að segja að við leigjum dallinn en eigum hann ekki, enda kemur engum það við, en þið vitið hvað fólk talar mikið," segir meðal annars í pósti Magnúsar. Spurður hvað varð um snekkjuna svaraði Magnús stuttaralega. "Ég hef ekki hugmynd um það." Hann sagði ekkert óeðlilegt við stórútgerð útrásarvíkinganna. "Menn nota sína peninga eins og þeir vilja... ég meina, í hvað notar þú þína peninga..." spurði hann svo blaðamann á móti. Magnús býr í Lúxemborg og þrátt fyrir að vera hluti af leikhóp hrunsins segist hann ekki óttast skýrsluna eða það sem þar kemur fram. "Nei, þú ert sá fyrsti sem hringir út af þessu." Spurður að lokum hvað honum þætti um viðskiptahættir íslensku bankanna árin fyrir hrun sagði Magnús: "Ég hef mínar eigin skoðanir á því sem ég deili ekki með þér."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira