Innlent

Flóðið olli ekki skemmdum á vegamannvirkjum

Þorvaldseyri. Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá fór yfir varnargarða við bæinn.
Þorvaldseyri. Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá fór yfir varnargarða við bæinn. Mynd/Stefán Karlsson

Eðjuflóðið sem kom niður Svaðbælisá og fór yfir varnargarða við Þorvaldseyri hefur ekki valdið skemmdum á vegamannvirkjum. Flóðið er að sjatna en vatn hefur farið yfir varnargarða á 150 metra kafla, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Mikil eðja er í vatninu og framburður.

Lögreglan er við Svaðbælisá, flugvél Landhelgisgæslunnar er yfir jöklinum og þá eru vatnamælingamenn eru á leiðinni austur. Að sögn Veðurstofu Íslands er aðeins minni órói á jarðskjálftamælum. Mjög mikil úrkoma hefur verið undir Eyjafjöllum síðasta sólarhring.








Tengdar fréttir

Eyjafjallajökull: Eðjuflóð í Svaðbælisá

Mikið eðjuflóð hófst í Svaðbælisá undir Eyjafjöllum upp úr klukkan níu í morgun og vatnar yfir varnargarðana á svæðinu. Að sögn Ólafs Eggertssonar bónda á Þorvaldseyri, sem var staddur á brúnni yfir ánna fyrir stundu, sýnist þetta vera eðja frekar en vatn og að hún komi frá Eyjafjallajökli, eins og síðasta flóð þarna nýverið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×