Innlent

Bíður morguns

Fyrirtækið Þráinn tók fimm lán upp á 357 milljónir króna á árunum 2006 til 2007. Þeim svipar til mála gengistryggðu lánanna sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt í gær en þau voru tengd japönsku jeni. Í nóvember í fyrra stóð höfuðstóllinn í 887 milljónum króna auk vaxta og kostnaðar.

Mál Þráins verður tekið fyrir í Hæstarétti á morgun. Jónas Þ. Sigurðsson, eigandi Þráins, bindur vonir við að úrskurðurinn frá í gær hafi áhrif á mál hans. Fari svo að lánin verði dæmt ólögmætt reiknar hann með að höfuðstóll færist aftur til þess tíma sem hann tók lánið að viðbættum Libor-vöxtum.

Gengistryggingin og álag japanskra og íslenskra lánveitenda verða tekin út. Hann áætlar að reiknuð skuld lækki um sex hundruð milljónir króna og fari í rúmar 240 milljónir. Ekki er um endurgreiðslu að ræða heldur niðurfærslu á kröfu. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×