Hækkaði í verði á meðan aðrir lækkuðu 15. apríl 2010 03:00 Í bretlandi Á meðan verð á matvörukeðjunni Tesco og sambærilegum félögum lækkaði, hækkaði Landsbankinn bókfært verð Iceland Food Group.Nordicphotos/AFP Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll. „Munaði þá mest um uppfærslu á verði á óskráðu félagi á Bretlandseyjum, Iceland Food Group Ltd.,“ segir í skýrslunni. Bent er á að Landsbankinn hafi fært félagið inn á safn eigin viðskipta bankans í september 2007 að nafnvirði alls 109 þúsund hlutir. „Verð á félaginu samkvæmt uppgjöri bankans í desember var skráð á bókum á genginu 455,5 en í mars 2008 var það komið í 610,11, samkvæmt uppgjöri. Í júní var félagið skráð á bókum Landsbankans á genginu 735.“ Nefndin segir að þegar horft sé til þess að eignaverð hafi almennt farið lækkandi í heiminum á sama tíma veki hækkunin athygli og þar með áhrif til að auka hagnað bankans. „Þannig jókst virði Iceland Food Group um ríflega 60 prósent á bókum Landsbankans á meðan sambærileg félög í Bretlandi lækkuðu. Til dæmis lækkaði hlutabréfaverð matvörukeðjunnar Tesco’s um 16 prósent, og Marks & Spencer’s lækkaði um 50 prósent frá desember 2007 til júní 2008,“ segir í skýrslunni og tiltekið að uppfærsla verðs á Iceland Food Group hafi staðið undir átta milljörðum af 29 milljarða króna hagnaði Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2008. - óká Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Verð óskráðra félaga Landsbankans var hækkað í reikningum bankans á sama tíma og markaðsverð eigna á Vesturlöndum var almennt á niðurleið. Bent er á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að þannig hafi málum verið háttað í lok árs 2007 og allt þar til bankinn féll. „Munaði þá mest um uppfærslu á verði á óskráðu félagi á Bretlandseyjum, Iceland Food Group Ltd.,“ segir í skýrslunni. Bent er á að Landsbankinn hafi fært félagið inn á safn eigin viðskipta bankans í september 2007 að nafnvirði alls 109 þúsund hlutir. „Verð á félaginu samkvæmt uppgjöri bankans í desember var skráð á bókum á genginu 455,5 en í mars 2008 var það komið í 610,11, samkvæmt uppgjöri. Í júní var félagið skráð á bókum Landsbankans á genginu 735.“ Nefndin segir að þegar horft sé til þess að eignaverð hafi almennt farið lækkandi í heiminum á sama tíma veki hækkunin athygli og þar með áhrif til að auka hagnað bankans. „Þannig jókst virði Iceland Food Group um ríflega 60 prósent á bókum Landsbankans á meðan sambærileg félög í Bretlandi lækkuðu. Til dæmis lækkaði hlutabréfaverð matvörukeðjunnar Tesco’s um 16 prósent, og Marks & Spencer’s lækkaði um 50 prósent frá desember 2007 til júní 2008,“ segir í skýrslunni og tiltekið að uppfærsla verðs á Iceland Food Group hafi staðið undir átta milljörðum af 29 milljarða króna hagnaði Landsbankans á fyrri helmingi ársins 2008. - óká
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira