Urðu frá að hverfa í gær 30. september 2010 05:15 Landamærahliðið við Erez Baráttan við ísraelska landamæraverði og herforingja líktist helst atburðum úr skáldsögu eftir Kafka, segir Sveinn Rúnar.nordicphotos/AFP „Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira
„Það er erfitt að gera nokkrar áætlanir þar sem hernámsveldi stjórnar ferðum fólks og jafnvel duttlungar byssufólksins ráða," segir Sveinn Rúnar Hauksson læknir, sem varð að hverfa frá landamærum Gasa-svæðisins í gær ásamt hópi Íslendinga, sem hugðust færa fötluðum íbúum þar gervifætur. Sveinn Rúnar var kominn til Galíleu þegar Fréttablaðið náði tali af honum og dvaldist hjá vinum sínum ekki langt frá Nasaret. Hinir í hópnum voru nýkomnir í loftið á leið til Frankfurt í Þýskalandi, þaðan sem ferðinni var heitið áfram, ýmist til Íslands, Svíþjóðar eða Suður-Afríku. „Það er ekkert annað en hryllingur að þetta skuli hafa verið eyðilagt fyrir okkur," segir hann og líkir langri og flókinni baráttu hópsins við landamæraverði, herforingja og skriffinna ísraelska hersins við atburði úr skáldsögum eftir Kafka. Sú barátta hófst fyrir ári, í september árið 2009, þegar Sigrún Þorgeirsdóttir verkefnisstjóri hóf bréfaskriftir við skrifstofu ísraelska hersins í Erez, en Erez er „hliðið að risafangelsinu á Gasaströnd og herinn stjórnar því hverjir fá að koma og fara. Að nafninu til, því yfir þeim vakir leyniþjónustan Shin Bet, sem skoðar hverja umsókn." Fjórum mánuðum síðar fékkst leyfi fyrir fimm manns að fara yfir til að smíða gervifætur á fólk, en áfram þurfti að bíða þangað til í maí eftir öðru leyfi til að fara með efnið í gervifæturna yfir landamærin. Hópurinn hafði ekki tök á því að fara fyrr en nú í september, en þá biðu hans frekari hindranir. „Í gærmorgun héldum við að allt væri komið á hreint og fórum á fætur klukkan hálfsex til að vera örugglega fyrstir að landamærunum, en þá voru bara fundnar upp nýjar reglur. Við vorum þarna allan daginn og ekkert gekk, en þá þurftu stoðtækjasmiðirnir að fara til síns heima. Þeir voru búnir að bíða í viku." Stoðtækjafræðingarnir eru samt fullir bjartsýni og stefna að því að fara fljótt aftur. „Þeir ákváðu að skilja efnið eftir í Tel Aviv þannig að þegar þeir koma aftur þá er efnið þó að minnsta kosti komið í gegn." Sjálfur ætlar Sveinn Rúnar að gera tilraun til að komast yfir á Gasa á morgun, einn síns liðs, og ætlar þá að hitta fólk sem hann hefur verið í samskiptum við. Hann hefur fengið vilyrði frá hernum um að komast yfir, en treystir þó engu fyrr en á reynir. „Ég ætla bæði sem læknir að halda áfram að fylgjast með þróun heilsugæslu og sjúkrahúsa þarna, ekki síst með tilliti til geðrænna vandamála. Svo ætla ég líka að eiga viðtöl við þá sem fengu gervifætur í fyrra, sjá og heyra hvernig hefur gengið hjá þeim." gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira