Krefst frávísunar með sömu rökum og áður 11. desember 2010 05:00 Baldur Guðlaugsson kemur út úr Ráðherrabústaðnum helgina örlagaríku fyrir setningu neyðarlaganna. Fréttablaðið/valli Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Baldur Guðlaugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, krefst þess að máli á hendur honum vegna 192 milljóna króna innherjasvika verði vísað frá dómi. Rökin fyrir því eru þau sömu og lágu til grundvallar kröfu um að rannsókn málsins yrði hætt fyrir réttu ári. Þeirri kröfu hafnaði Hæstiréttur. Verjandi Baldurs, Karl Axelsson, gerir ítarlega grein fyrir því hvers vegna hann telur rétt að vísa málinu frá, en annars sýkna hann, í 33 blaðsíðna greinargerð sem skilað var til Héraðsdóms Reykjavíkur í gær. Fréttablaðið hefur greinargerðina undir höndum. Frávísunarkrafan byggir á því að Fjármálaeftirlitið hafi tilkynnt Baldri vorið 2009 að rannsókn á máli hans hafi verið hætt. Ekki megi rannsaka sama mál í tvígang og því hafi endurupptakan sumarið eftir verið ólögmæt. Þegar Baldri var tilkynnt um niðurfellingu rannsóknarinnar var gerður fyrirvari um að hægt væri að taka hana upp ef fram kæmu nýjar upplýsingar. Verjandi Baldurs telur hins vegar að þær nýju upplýsingar sem vísað er til í gögnum FME og saksóknara hafi ekkert gildi í málinu vegna þess að málið grundvallist allt á gögnum sem lágu fyrir frá upphafi. Því beri að vísa málinu frá. Til vara fer verjandinn fram á að Baldur verði sýknaður af ákærunni og telur upp ýmis rök fyrir því. Fyrir það fyrsta segir hann refsiheimildir fyrir innherjasvik hreinlega ekki nógu skýrar. Slíkt mál hefur einungis einu sinni komið til kasta dómstóla og þá var sýknað. Í öðru lagi byggir hann á því að sakargiftir séu ósannaðar. Hann mótmælir sönnunargildi fundargerða sem vísað er til í ákæru, enda séu þær merkt sem drög og ekki undirritaðar af fundarmönnum. Þá rekur hann í löngu máli ýmislegt sem hann telur vera rangfærslur og ónákvæmni í ákæruskjali. Enn fremur telur verjandinn að Baldur geti ekki talist hafa búið yfir innherjaupplýsingum þegar hann seldi bréf sín eftir miðjan september 2008, enda hefðu upplýsingar um stöðu Landsbankans og bankakerfisins alls verið á flestra vitorði um nokkurt skeið. Í lok greinargerðarinnar mótmælir verjandinn kröfu saksóknara um upptöku milljónanna 192, jafnvel þótt svo ólíklega fari að Baldur verði fundinn sekur. Ekki sé sannað að samhengi hafi verið á milli upplýsinganna sem fram komu á fundunum sem Baldur sat og þess að Landsbankinn féll. Ekki sé því sannað að hann hafi hagnast nokkuð á sölu bréfanna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira