Íslenski boltinn

Atli Viðar: Þeir aldrei líklegir til að ógna okkur

Elvar Geir Magnússon skrifar
Atli Viðar Björnsson var í stuði í Kaplakrikanum í kvöld.
Atli Viðar Björnsson var í stuði í Kaplakrikanum í kvöld.
Atli Viðar Björnsson var í góðum gír þegar FH vann sannfærandi sigur á Haukum í Pepsi-deildinni í kvöld. „Ég held að það sé alveg ljóst að við vorum töluvert betri í þessum leik. Við ætluðum að mæta klárir og keyra yfir þá," sagði Atli en það eru orð að sönnu hjá honum.

Atli skoraði tvö fyrstu mörk FH í 3-1 sigri og lagði svo upp þriðja markið fyrir Ólaf Pál Snorrason þegar hann átti möguleika sjálfur að innsigla þrennuna. „Þetta var orðið þröngt fyrir mig og ég sá að hann var í betra færi. Óli lagði upp mark á mig skömmu áður svo það varð að jafna þetta út," sagði Atli.

„Mér fannst þeir aldrei líklegir til að ógna okkur og við hefðum alveg getað gert fleiri mörk."

Næsti leikur FH er bikarleikur gegn Víkingi Ólafsvík á miðvikudag en Ólafsvíkingar tróna á toppi 2. deildarinnar. „Þetta er mjög spennandi verkefni eins og alltaf þegar maður kemst í undanúrslit í bikar. Við mætum í þann leik af fullri alvöru," sagði Atli Viðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×