Innlent

Jóhanna vísar ásökunum um ritstýringu á bug

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir hafnar því alfarið að hún hafi haft efnisleg afskipti af vinnu reiknimeistaranefnd sem fjallaði um skuldavanda heimilanna. Marínó G. Njálsson, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, hélt því fram í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að skýrslunni, sem birt var í fyrradag, hefði verið „ritstýrt að ofan". Jóhanna vísaði þessum fullyrðingum á bug í viðtali í sjónvarpsþættinum Ísland í dag á Stöð 2 í gærkvöld.

„Þessu hefur aldrei verið ritstýrt á einn eða annan hátt. Það eina sem ég lagði upp með var að við myndum ekki koma til þessa fundar með fyrirfram lausn og segja „svona á þetta að vera", heldur myndu allir leggja sitt af mörkum. Þess vegna vildi ég ekki fá neinar samsettar leiðir núna," sagði Jóhanna í þættinum. „Það eina sem ég hef gert var að reka á eftir Sigurði Snævarr að reyna að flýta þessari vinnu. Það eru einu afskipti mín af vinnu þessarar sérfræðinganefndar," bætti Jóhanna við.

Jóhanna hrósaði þátttöku Marinós i vinnunni. „Marino og Hagsmunasamtökin hafa lagt mjög gott til þessa mála. Það hefur verið mjög gott að hafa Marino þarna innanborðs," segir Jóhanna.

Smelltu á hnappinn „Horfa á myndskeið með frétt" hér að ofan til að sjá viðtalið við Jóhönnu.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×