Innlent

Öskuframleiðslan aðeins brot af því sem hún var

Engin merki sjást um að gosi sé að ljúka.
Engin merki sjást um að gosi sé að ljúka. MYND/Vilhelm

Kvikustreymi og gosmökkur á Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Sprengivirknin og öskuframleiðsla er aðeins brot af því sem hún var í byrjun gossins en engin merki sjást um að gosi sé að ljúka.

Radarmyndir sem teknar voru um boð í TF-SIF sýna að gígurinn innan nyrðri ketilsins hækkar heldur, meðan jökullinn suðvestan við gíginn springur upp og lækkar. Hraun rennur í norðurátt niður að Gígjökli. Ís bráðnar við jaðra hraunsins.

Um kl. 05:00 í morgun náði vatn á þrýstiskynjara við Gígjökul í fyrsta sinn síðan hann var settur upp 18. apríl. Þegar mest var fór skynjarinn um á 30 cm dýpi sem þýðir að vatnsborðið í ánni frá Gígjökli hefur hækkað u.þ.b. 130 cm. Flóðtoppurinn sem kom um tveimur og hálfum tíma síðar niður að gömlu brúnni á Markarfljóti var álíka hár og svipaðir toppar hafa verið undanfarna daga.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×