Innlent

Eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli

Mælingar benda til þess að eldgos sé hafið undir suðvesturhluta Eyjafjallajökuls. Að sögn Veðurstofunnar benda mælingar til þess að órói fari vaxandi og allar líkur á því að gos sé hafið.

Gunnar Guðmundsson jarðfræðingur á Veðurstofunni segist ekki búast við því að mikill kraftur sé í gosinu og ítrekar að ekki sé staðfest að gosið sé hafið. Það virðist í það minnsta vera að hefjast. Óvíst er hvort gosið sé undir jöklinum en það gæti verið á suðurjaðri hans.

Ekki er víst hversu mikil jökulbráðnun gæti orðið, það fari algjörlega eftir því hversu djúpt undir jöklinum gosið er. Talið er að flóðvatn yrði 20 mínútur að renna í efstu byggð í allra versta falli fari flóðvatnið stystu leið. Búið er að rýma bæi á mesta hættusvæðinu.






Tengdar fréttir

Magnús Tumi: Upptökin við topp Eyjafjallajökuls

Magnús Tumi Guðmundsson, hjá Veðurstofu Íslands, segir að upptök skjálftanna sem hófust í nótt mælist undir toppi Eyjafjallajökuls. Það kunni að vera að um gosóróa sé að ræða þannig að skjálftarnir marki upphaf að nýju eldgosi.

Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín

Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi.

Hátt í 50 manns í Þórsmörk

Um 45 manns eru staddir í Langadal og eru þeir allir sofandi, segir Broddi Hilmarsson hjá Ferðafélagi Íslands. Af þeim eru 30 manns frá Ferðafélaginu.

Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga

Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×