Innlent

Lokað á milli Hvolsvallar og Skóga

Lögregla hefur lokað veginum frá Hvolsvelli að Skógum vegna jarðskjálftahrinunnar í Eyjafjallajökli. Ef gos hefst undir jökli má búast við hlaupi í Markarfljóti.

Um 20 bæir hafa verið rýmdir en ekki er vitað hversu margt fólk er á þessum bæjum. Á þessari stundu er alls óvíst hvort það gjósi en miklir jarðskjálftar hafa verið undir toppi Eyjafjallajökuls frá því klukkan ellefu í kvöld. Skjálftarnir eru flestir á um 2 kílómetra dýpi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×