Innlent

Um 700 manns þurfa að yfirgefa heimili sín

MYND/Vilhelm

Tekin hefur verið ákvörðun um rýmingu í Fljótshlíð og í Landeyjum þar sem eldgos virðist hafið í Eyjafjallajökli. Víðir Sigurðsson hjá Almannavörnum segir að verið sé að koma skilaboðum til fólks á svæðinu. Um 700 manns eru búsettir á svæðinu sem rýma skal en um sömu áætlun er að ræða og virkjuð var þegar gaus á Fimmvörðuhálsi.

Fólk er minnt á að taka með helstu nauðsynjar og koma sér að fjöldahjálparstöðvum á Heimalandi, í Varmahlíð og í Drangshlíð.

Áður höfðu bæir verið rýmdir undir jökli og vegurinn frá Hvolsvelli að Skógum er lokaður.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×