Innlent

Hætt að bjóða börnum í sund

SUndlaugin á akureyri Börn fá ekki lengur frítt í sund á Akureyri. Þá verður dýrara að fara í Hlíðarfjall en áður. 
fréttablaðið/auðunn
SUndlaugin á akureyri Börn fá ekki lengur frítt í sund á Akureyri. Þá verður dýrara að fara í Hlíðarfjall en áður. fréttablaðið/auðunn

Hætt verður að bjóða börnum að fara ókeypis í sund á Akureyri og gjaldskrá í Hlíðarfjalli verður hækkuð á næstunni.

Þetta verður gert til að mæta auknum kostnaði íþróttaráðs Akureyrar. Ráðið reiknar með því að fara rúmum fjörutíu milljónum fram úr fjárhagsáætlun næsta árs.

Meiri hluti íþróttaráðs samþykkti því þessar hækkanir og segist velja þann kost frekar en að skerða þjónustustig í sundlauginni og í Hlíðarfjalli. - þeb



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×