Ölmusupólitík og aumingjavæðing 4. desember 2010 04:15 Að mati Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, hefði þurft að setja margfalt hærri upphæð í endurgreiðslu vaxta. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin." Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
„Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin."
Fréttir Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Sjá meira