Reyndu að koma sér hjá atkvæðagreiðslu 6. desember 2010 04:00 Sendiherra Bretlands taldi vænlegt að Norðmenn myndu lána Íslendingum fyrir Icesave-reikningum Landsbankans. Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendiráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslendingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is WikiLeaks Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira
Bandaríska sendiráðið í Reykjavík hefur greinilega frá fyrstu stundu fylgst grannt með samningum um Icesave-reikninga Landsbankans. Í skýrslu frá Carol van Voorst, þáverandi sendiherra, sem dagsett er 23. október 2008, segir hún frá viðræðum sínum við Martin Eyjólfsson, sviðsstjóra viðskiptasviðs utanríkisráðuneytisins, um framgang viðræðna við Breta, en í vikunni á undan hafði bráðabirgðasamkomulag við Hollendinga verið undirritað. Martin nefnir þar að Bretar hafi boðið Íslendingum að greiða upphæðina á tíu árum með 13,5 prósent vöxtum, en Íslendingar hafi á móti boðið 6 prósent vexti til 20 ára. Sendiherrann segir í athugasemdum sínum að fáir á Íslandi virðist átta sig á því í hverju ábyrgð Íslendinga sé fólgin og hve gríðarlega há skuldin sé. „Margir þeirra sem átta sig á þessu eru á barmi örvæntingar.“ Í janúar á síðasta ári, nokkrum dögum eftir að Ólafur Ragnar Grímsson forseti neitaði að undirrita lög um Icesave-samninginn, ræddi Sam Watson sendiráðunautur, sem þá var staðgengill sendiherra, við Einar Gunnarsson og Kristján Guy Burgess frá íslenska utanríkisráðuneytinu. Þeir sögðust þá afar svartsýnir á framtíð Íslands og að almenningur á Íslandi myndi fagna því mjög ef opinberlega væri hægt að lýsa því yfir að Bandaríkjamenn myndu lofa stuðningi eða hjálpa til við að fá málið á dagskrá hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Einnig er haft eftir þeim að þeir vilji komast hjá því að lögin fari til þjóðaratkvæðagreiðslu, en þeir séu að kanna aðrar leiðir til að leysa málið. Í sömu skýrslu er fullyrt að Ian Whiting, sendiherra Breta hér á landi, hafi sagt bandaríska sendiráðunautnum að Bretar væru einnig að leita leiða til að koma í veg fyrir að málið yrði borið undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Breski sendiherrann sagði Breta hins vegar hafa fengið misvísandi skilaboð frá Íslendingum, „sem fyrir viku virtust sáttir við að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu,“ eins og segir í skýrslunni „en virðast nú vera að leita annarra leiða“. Haft er eftir Whiting að ein möguleg lausn gæti verið fólgin í því að Norðmenn myndu lána Íslendingum fé, sem myndi duga fyrir Icesave-skuldinni. Þessi lausn gæti gert bæði Bretum og Íslendingum kleift að lýsa yfir sigri. Þetta gæti líka „dregið að einhverju leyti úr gagnkvæmri andúð í viðræðunum“. gudsteinn@frettabladid.is
WikiLeaks Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni á leið til Kanarí-eyja Erlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Fleiri fréttir Algengt að fólk láti gervigreind greina sig og biðji svo um ákveðin lyf Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Sjá meira