Óánægður faðir: Viðbrögð lögreglu eftir bílveltu fáránleg 4. júlí 2010 13:45 Mynd/Pjetur „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu. Fréttir ársins 2010 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira
„Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" segir Sigurður Gísli Þorsteinsson, faðir 17 ára stúlku, sem lenti í bílslysi skammt frá Galtalæk í gær. Hann er afar óánægður með viðbrögð lögreglunnar á Hvolsvelli sem að hans mati voru fáránleg. Lögreglan tjáir sem ekki um málið að svo stöddu. Dóttir Sigurðar og þrír vinir hennar sem öll eru 17 ára fóru á útihátíð í Galtalæk á föstudag. Í gær óku þau á Hellu til að ná í vistir og á bakaleiðinni veltu þau bílnum. Bíllinn sem er af gerðinni Toyota Yaris fór nokkrar veltur og hafnaði úti í skurði, að sögn Sigurðar. Vegfarendur sem komu að hjálpuðu ungmennunum út úr bílnum og kölluðu eftir aðstoð lögreglu.„Öll lemstruð" Sigurður segir að lögreglan hafi komið á vettvang eftir drykklanga stund og tekið skýrslu af dóttur hans og félögum hennar. „Þau voru að sjálfsögðu öll lemstruð og tveir piltarnir blóðugir," segir Sigurður og bætir við að þrátt fyrir það hafi lögreglan ákveðið að hafa ekki samband við sjúkrabíl sem hafi þó verið staðsettur skammt frá Galtalæk. „Lögreglumennirnir spurðu bara hvort þau ætluðu aftur að fara á útihátíðina eða heim. Lögreglan hafði aldrei samband við okkur foreldrana eða lækni," segir Sigurður.Ekki pláss í lögreglubílnum Þegar þarna var komið við sögu voru foreldrar eins piltsins komnir á staðinn. Sigurður segir að lögreglan hafi sagt hinum krökkunum að hún gæti ekki boðið þeim far vegna þess að í lögreglubílnum væru fjórir lögreglumenn og aðeins væri pláss fyrir einn til viðbótar. Þau fengu far hjá vegfarendum sem voru á leið á útihátíðina og höfðu stoppað við slysstaðinn. Sigurður segir að þegar hann og kona hans hafi komið á slysstaðinn hafi allir verið á bak og burt. Símar dóttur þeirra og vina hennar hafi auk þess verið sambandslausir. Hann hafi því hringt í lögregluna á Hvolsvelli og fengið þær upplýsingar að ungmennin hefðu farið aftur í Galtalæk utan eins sem fór heim með foreldrum sínum. „Við fundum krakkana fyrir rest og þau voru að sjálfsögðu í nettu taugaáfalli. Við keyrðum þau á sjúkrahúsið á Selfossi," segir Sigurður og bætir við að það hafi verið um fjórum klukkustundum eftir slysið. „Það þurfti að sauma eitt þeirra og þau höfðu öll fengið heilahristing og voru að sjálfsögðu öll að drepast í baki og hálsi." Lögreglan tjáir sig ekki Sigurður segist vera afar undrandi á vinnubrögðum lögreglunnar í ljósi þess að um ólögráða einstaklinga hafi verið að ræða. Að hans mati hefði átt að kalla eftir sjúkrabíl eða koma ungmennunum undir læknishendur á Selfossi. „Hvað vita þeir um innvortis meiðsl?" spyr Sigurður að lokum. Lögreglan á Hvolsvelli tjáir sem ekki málið að svo stöddu.
Fréttir ársins 2010 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Sjá meira