Innlent

Handtökurnar tengjast Stím málinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um handtökurnar í samtali við fréttastofu.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vildi ekki tjá sig um handtökurnar í samtali við fréttastofu.
Sérstakur saksóknari hefur handtekið menn í tengslum við rannsóknina á Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu. Málið tengist meðal annars viðskiptum við eignarhaldsfélagið Stím.

Fréttastofu er ekki kunnugt um hversu margir aðilar hafa verið handteknir og sérstakur saksóknari vill ekki tjá sig um málið. Greint var frá því nú rétt eftir hádegi að aðgerðir hafa staðið yfir vegna málsins í morgun.

Skilanefnd og slitastjórn Glitnis hafa sent nokkur mál er varða meint lögbrot tengdum rekstri Glitnis til sérstaks saksóknara.

Eins og fyrr segir tengist málið Stím málinu að hluta. Það mál snýst um það að um miðjan nóvember 2007 keypti Stím ehf hlutabréf í Glitni og FL fyrir tæpa 25 milljarða króna með láni frá Glitni. Bankinn tók aðeins veð í bréfunum sjálfum.

Fréttastofa RÚV segir að níu manns hafi verið yfirheyrðir vegna málsins.


Tengdar fréttir

Þorvaldur Lúðvík yfirheyrður

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga fjárfestingarbanka, er einn þeirra sem hefur verið yfirheyrður í morgun í Glitnismálinu, samkvæmt heimildum fréttastofu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×