Hvar stendur íslenska umhverfismerkið í sjávarútvegi? 28. október 2010 22:26 Finnbogi Baldvinsson, forstjóri Icelandic Group. Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar Skroll-Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Icelandic Group tilkynnti í gær að fyrirtækið hefði hafið vottunarferli í öllum þorsk- og ýsuveiðum við Ísland samkvæmt vottunarferli Marine Stewardship Council (MSC). Icelandic Group er stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi og því er þetta stórt skref. MSC var stofnað árið 1996 af Alþjóðanáttúruverndarsjóðnum (WWF) og stórfyrirtækinu Unilever. Yfirlýstur tilgangur var að bregðast við því að ríkisstjórnir heimsins hefðu brugðist í ábyrgri fiskveiðistjórnun og í samstarfi við neytendur væri ætlunin að þrýsta á úrbætur. Merkið vottar að fiskur komi frá stofnum sem nýttir séu á sjálfbæran hátt og er þar litið heildrænt á veiðarnar, ástand stofnsins og aðferðir við að ná aflanum. LÍÚ og fjölmargir aðrir hagsmunaaðilar í sjávarútvegi hafa alfarið hafnað því að taka upp þessa vottun vegna tengsla hennar við umhverfissamtök. Í stað þess var ákveðið að þróa íslenskt umhverfismerki til að undirstrika sérstöðu íslenskra sjávarafurða og treysta orðspor þjóðarinnar sem ábyrgrar fiskveiðiþjóðar. Guðný Káradóttir, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, segir að aðilar í sjávarútvegi og markaðssetningu hafi um nokkurt skeið getað nýtt sér íslenska upprunamerkið. Nú eru tæplega áttatíu aðilar að nýta merkið í erlendu markaðsstarfi. Auk þess að einkenna uppruna fisksins hefur verið unnið að vottun undir merkjum Iceland Responsible Fisheries. „Áætlanir gera ráð fyrir að veiðar á þorski, sem nú eru í vottunarferli, fáist vottaðar sem ábyrgar fyrir lok nóvember næstkomandi. Aðrir mikilvægir fiskistofnar, eins og ýsa og ufsi, munu fylgja í kjölfarið," segir Guðný. Vottunarferlið er unnið samkvæmt ströngustu alþjóðlegum kröfum. Kröfulýsingar eru unnar samkvæmt leiðbeiningum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO) um umhverfismerkingar og vottun vegna veiða úr villtum fiskistofnum. Guðný segir að umhverfismerkið gangi út á rekjanleika vörunnar; að um íslenskan fisk sé að ræða. „Íslenski uppruninn er það sem lögð er megináhersla á." Hún viðurkennir að það hafi verið gagnrýnt hversu lengi það hefur tekið að hleypa íslenska vottunarverkefninu af stokkunum en nú sjái fyrir endann á vottun á þorski. "Hins vegar stöndum við vel, orðspor íslenskra sjávarafurða er gríðarlega sterkt." „Icelandic Group stendur 110 prósent að baki íslenska merkinu og við munum greiða götu þess," segir Ingvar Eyfjörð, aðstoðarforstjóri IG, spurður hvort fyrirtækið hafi hafnað íslenska merkinu fyrir MSC. "Merkin eru bæði mikilvæg. Íslenska merkið mun vega þungt á ákveðnum mörkuðum og æ þyngra þegar til lengri tíma er litið. En við erum sein til með íslenska merkið og þetta eru annars vegar viðbrögð við því. Hins vegar er óumflýjanlegt að Ísland fari inn í MSC-vottunarkerfið því nokkrir af okkar viðskiptavinum fara fram á það." Ingvar segir að MSC sé leiðandi í vottun á sjávarafurðum. „Þeir eru í raun allsráðandi. Þetta er stórt skref en í raun óumflýjanlegt." svavar
Skroll-Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira