Fótbolti

Símun og Þórður meistarar með HB

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján Guðmundsson þjálfaði HB framan af sumri.
Kristján Guðmundsson þjálfaði HB framan af sumri. Mynd/Anton
HB frá Þórshöfn varð um helgina færeyskur meistari í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á grönnum sínum í B36.

Þetta er í 21. sinn sem HB fagnar þessum titli en liðið varð fyrst meistari árið 1955.

Þórður Steinar Hreiðarsson, fyrrum leikmaður Þróttar, lék með liðinu í sumar sem og Símun Samuelsen sem lék með Keflavík um árabil.

Kristján Guðmundsson, nýráðinn þjálfari Vals, stýrði liðinu lengst af í sumar en var sagt upp störfum þann 13. september síðastliðnum.

Eftir það vann HB fimm leiki og gerði eitt jafntefli og dugði það til að tryggja meistarartitilinn.

EB/Streymur varð í öðru sæti, þremur stigum á eftir HB, en liðið varð bikarmeistari fyrr í sumar í þriðja skiptið á undanförnum fjórum árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×