Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni 17. ágúst 2010 06:00 Vettvangur Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á vettvangi morðsins í einbýlishúsinu við Háaberg í Hafnarfirði, þar sem tæknideild lögreglunnar hefur fínkembt húsið og nágrenni þess. Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss
Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Fleiri fréttir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Sjá meira