Kom að manninum sofandi og margstakk með eggvopni 17. ágúst 2010 06:00 Vettvangur Mikið rannsóknarstarf hefur verið unnið á vettvangi morðsins í einbýlishúsinu við Háaberg í Hafnarfirði, þar sem tæknideild lögreglunnar hefur fínkembt húsið og nágrenni þess. Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri sem ráðinn var bani á heimili sínu við Háaberg í Hafnarfirði um helgina fannst liggjandi á gangi að svefnherbergi sínu í einbýlishúsinu sem hann bjó í, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Maðurinn var stunginn margoft með hnífi eða öðru eggvopni með þeim afleiðingum að hann hlaut bana af. Nokkurt rót var í svefnherberginu, sem bendir til þess að til einhverra stympinga eða jafnvel átaka hafi komið. Mikið blóð var á vettvangi. Grunur leikur á að ódæðismaðurinn hafi farið inn í húsið í gegnum inngang sem var ólæstur að jafnaði. Það var laust fyrir hádegi á sunnudag sem tilkynnt var um látinn mann í heimahúsi í Hafnarfirði. Unnusta mannsins kom að honum látnum í húsinu. Lögregla hóf þegar umfangsmikla rannsókn. Tæknilið hóf að fínkemba húsið þar sem maðurinn fannst svo og næsta nágrenni. Þá hófust fljótlega yfirheyrslur yfir fólki sem talið var geta gefið upplýsingar sem að gagni mættu koma til að handsama árásarmanninn. Lögregla hélt áfram yfirheyrslum í allan gærdag og höfðu þá fjölmargir verið yfirheyrðir, auk þess sem unnið var úr gögnum sem aflað hafði verið með tæknirannsóknum á vettvangi. Í gærkvöldi stóðu yfirheyrslur enn yfir. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst var ekki búið að finna morðvopnið, sem talið er hafa orðið manninum að bana, síðdegis í gær. Talið er líklegt að ráðist hafi verið á manninn þar sem hann lá í rúmi sínu, að líkindum sofandi, en hann var einn heima þessa nótt. Gögn benda til þess að ráðist hafi verið á hann nokkrum klukkustundum áður en unnusta hans kom að honum látnum. Maðurinn sem ráðinn var bani hét Hannes Þór Helgason. Hann var fæddur árið 1973. Hann var framkvæmdastjóri sælgætisgerðarinnar Góu. Lögreglan biður þá sem upplýsingar geta gefið í tengslum við rannsókn málsins um að hafa samband í síma 444 1104. - jss
Fréttir Morðið á Hannesi Þór Helgasyni Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira