Prófmál um gengistryggðu lánin flutt fyrir dómi í dag 7. júlí 2010 12:00 Prófmál um uppgjörsvexti gengistryggðra lána var flutt fyrir héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Búast má við niðurstöðu í málinu eftir mánuð. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing vill að myntkörfulán verði uppreiknað miðað við verðtryggða vexti. Stefnandi málsins er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing, en það höfðar málið á hendur skuldara vegna vanskila dæmigerðs gengistryggðs bílaláns, tekið árið 2007. Í málinu er ágreiningur um þá vexti sem notaðir verða við uppgjör lánsins eftir að gengistrygging bílalána var dæmd ólögmæt. Um tugur áhorfenda og fjölmiðlamanna fylgdist með málflutningnum, enda má öruggt telja að niðurstaða þess muni ráða úrslitum um hvernig sambærileg lán verða gerð upp. Aðalkrafa Lýsingar í málinu er að lánið verði uppreiknað miðað við verðtryggingu og verðtryggað vexti samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins, en það er nokkru hærri krafa en felst í nýlegum tilmælum eftirlitsstofnana til fjármálafyrirtækja. Varakröfur fyrirtækisins eru nokkrar; að miðað verði við verðtryggingu og vexti Seðlabankans, óverðtryggða vexti Lýsingar, svokallaða Reibor millibankavexti eða óverðtryggða vexti Seðlabankans. Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Lýsingar, segist telja að fyrst gengistryggingin hafi verið dæmd ólögmæt séu forsendur fyrir hinum lágu erlendu samningsvöxtum brostnar, og færa þurfi önnur ákvæði samningsins til jafns við venjuleg íslensk lán. Hann segir málið alvarlegt og ræddi um höggið sem kæmi á fjármálafyrirtæki ef allir gengistryggðir samningar yrðu dæmdir ólöglegir og myndu áfram bera hina lágu vexti, sem hann heldur fram að muni nema 300 milljörðum. Jóhannes Árnason, verjandi skuldarans, segir hins vegar að dómstólar geti ekki horft á stöðu fjármálakerfis eða ríkissjóðs heldur verði einfaldlega að huga að þeim lögum sem við eiga í málinu. Hann segir engar lagalegar heimildir hníga að því að breyta skilmálum lánsins eftir á og að málið sé tilraun til að velta ábyrgð af ólöglegum samningum yfir á neytendur með aðstoð dómstóla. Aðalmeðferð málsins tók rúman einn og hálfan tíma og lauk um tíu mínútum fyrir ellefu í morgun. Lög um meðferð einkamála gera ráð fyrir að dómstólar komist að niðurstöðu í vaxtamálinu innan fjögurra vikna. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Prófmál um uppgjörsvexti gengistryggðra lána var flutt fyrir héraðsdómi Reykjavíkur nú í morgun. Búast má við niðurstöðu í málinu eftir mánuð. Fjármögnunarfyrirtækið Lýsing vill að myntkörfulán verði uppreiknað miðað við verðtryggða vexti. Stefnandi málsins er fjármögnunarfyrirtækið Lýsing, en það höfðar málið á hendur skuldara vegna vanskila dæmigerðs gengistryggðs bílaláns, tekið árið 2007. Í málinu er ágreiningur um þá vexti sem notaðir verða við uppgjör lánsins eftir að gengistrygging bílalána var dæmd ólögmæt. Um tugur áhorfenda og fjölmiðlamanna fylgdist með málflutningnum, enda má öruggt telja að niðurstaða þess muni ráða úrslitum um hvernig sambærileg lán verða gerð upp. Aðalkrafa Lýsingar í málinu er að lánið verði uppreiknað miðað við verðtryggingu og verðtryggað vexti samkvæmt gjaldskrá fyrirtækisins, en það er nokkru hærri krafa en felst í nýlegum tilmælum eftirlitsstofnana til fjármálafyrirtækja. Varakröfur fyrirtækisins eru nokkrar; að miðað verði við verðtryggingu og vexti Seðlabankans, óverðtryggða vexti Lýsingar, svokallaða Reibor millibankavexti eða óverðtryggða vexti Seðlabankans. Sigurmar K. Albertsson, lögmaður Lýsingar, segist telja að fyrst gengistryggingin hafi verið dæmd ólögmæt séu forsendur fyrir hinum lágu erlendu samningsvöxtum brostnar, og færa þurfi önnur ákvæði samningsins til jafns við venjuleg íslensk lán. Hann segir málið alvarlegt og ræddi um höggið sem kæmi á fjármálafyrirtæki ef allir gengistryggðir samningar yrðu dæmdir ólöglegir og myndu áfram bera hina lágu vexti, sem hann heldur fram að muni nema 300 milljörðum. Jóhannes Árnason, verjandi skuldarans, segir hins vegar að dómstólar geti ekki horft á stöðu fjármálakerfis eða ríkissjóðs heldur verði einfaldlega að huga að þeim lögum sem við eiga í málinu. Hann segir engar lagalegar heimildir hníga að því að breyta skilmálum lánsins eftir á og að málið sé tilraun til að velta ábyrgð af ólöglegum samningum yfir á neytendur með aðstoð dómstóla. Aðalmeðferð málsins tók rúman einn og hálfan tíma og lauk um tíu mínútum fyrir ellefu í morgun. Lög um meðferð einkamála gera ráð fyrir að dómstólar komist að niðurstöðu í vaxtamálinu innan fjögurra vikna.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira