Innlent

Gosið við toppgíginn - ekki enn farið að vaxa í Markarfljóti

TF-Sif tók þessa radarmynd af gígopinu þegar vélin flaug yfir jökulinn.
TF-Sif tók þessa radarmynd af gígopinu þegar vélin flaug yfir jökulinn.

Liðsmenn Landhelgisgæslunnar og vísindamenn um borð í vél Gæslunnar sem flugu yfir gosstöðvarnar í morgun hafa staðsett gosopið og að það sé rétt norð-vestan við Goðastein, eða Guðnastein, sem er sami steinninn.

Gufurstrókarnir ná nú í rúmlega 20 þúsund feta hæð. Vatnavextir halda áfram í lóninu við Gígjökul en hlaupvatn er enn ekki farið að renna svo neinu nemur í Markarfljótið.

Gosið er undir jökli, undir hábungunni, undir gömlu öskjunni í toppi Eyjafjallajökuls, sunnan til í öskjunni. Vatnið virðist renna til norðurs. Bráðin fer í Gígjökul og niður í lón og þaðan út í Markarfljót.

Upplýsingar sem bárust frá Almannavörnum fyrr í morgun um 84 sentimetra hækkun vatnsyfirborðs við gömlu Markarfljótsbrúnna voru á miskilningi byggðar. Gunnar Guðmundsson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni segir að þegar vatnið fari að renna yfir í Markarfljótið taki það 2 til 3 tíma að ná að brúnni.

Gunnar segir erfitt að spá fyrir um hve hratt muni renna í lónið en hann segist enn þeirrar skoðunnar að ekki sé um stórt gos að ræða.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×