Innlent

Í lagi með rafmagn og drykkjarvatn í Eyjum

Gosmökkurinn sést vel frá Vestmannaeyjum.
Gosmökkurinn sést vel frá Vestmannaeyjum. MYND/Sigmar Hjartarson

Vestmannaeyingar hafa verið uggandi um rafmagn og vatn eftir að gos hófst í Eyjafjallajökli og hlaup hófst í Markarfljóti. Drykkjarvatn eyjarskeggja kemur með leiðslu úr Stóru-Mörk og liggur leiðslan undir Markafljót og er grafin á fimm metra dýpi undir árbotninum.

Gísli Óskarsson fréttaritari ræddi við Ívar Atlason hjá Hitaveitu Suðurnesja og spurði hann út í þessi mál. Hann segir vatnið í lagi eins og stendur en að það sé hinsvegar í hættu ef vesturvarnargarðurinn við Markarfljót rofnar. Menn hafa ekki miklar áhyggjur af leiðslunni þar sem hún liggur undir fljótið en hún liggur hinsvegar mun nær yfirborðinu við garðinn. Því sé það áhyggjuefni ef garðurinn rofnar.

Rafmagn til Eyja hefur hins vegar verið í fínu lagi í dag.

Að sögn Ívars er ph gildi vatnsins 9 sem þýðir að það er basískt en ekki súrt sem bendir til þess að gosefni séu ekki í vatninu. Það mælist ennfremur mjög hreint og því greinilegt að hlaupið hefur ekki haft áhrif á gæði drykkjarvatnsins.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×