Innlent

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 40 milljónir í styrki

Mynd/Pjetur
Fyrirtæki og einstaklingar styrktu Sjálfstæðisflokkinn um 40 milljónir árið 2008. Flokkurinn hefur birt á heimasíðu sinni samantekinn ársreikningur sinn og aðildarfélaga. Aðrir flokkar hafa birt sína ársreikninga.

Samkvæmt rekstrarreikning Sjálfstæðisflokksins fyrir 2008 voru rekstrartekjur flokksins rúmlega 253 milljónir. Þar ber hæst framlög frá Alþingi eða 136 milljónir. Flokkurinn fékk rúmar 26 milljónir frá sveitarfélögum, 8,6 milljónir frá lögaðilum og tæpar 32 milljónir frá einstaklingum. Aðrar tekjur voru 51 milljón króna.

Samtals styrktu 39 lögaðilar flokkinn þar af 23 um 300 þúsund krónur sem er hæsta leyfilega framlag samkvæmt lögum um stjórnmálaflokka. Icelandic Group, Deloitte, HB-Grandi, Samherji, Hvalur og Ísfélag Vestmannaeyja eru meðal þeirra fyrirtækja sem styrktu flokkinn um 300 þúsund krónur.

Styrkir árið 2008

Samantekinn ársreikningur árið 2008





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×