Lífið

Kaldhæðin örlög Stefáns Karls

Stefán Karl þarf að vera einn um jólin en þegar hátíð ljóss og friðar stendur sem hæst verður hann í Toronto að leika í söngleiknum Hvernig Trölli stal jólunum.
Stefán Karl þarf að vera einn um jólin en þegar hátíð ljóss og friðar stendur sem hæst verður hann í Toronto að leika í söngleiknum Hvernig Trölli stal jólunum.
„Þetta er mjög kaldhæðið og í raun bara ömurlegt. En svona er bara þessi bransi og það verða bara Skype-jól í ár,“ segir Stefán Karl Stefánsson leikari.

Stefán er byrjaður að leika aftur græna tröllið í söngleiknum Hvernig Trölli stal jólunum, sem fer á flakk um mið- og suðurríki Bandaríkjanna og lýkur í Toronto í Kanada um jólin. Hann þarf að eyða jólunum einn í Toronto.

Stefán var staddur í Omaha þegar Fréttablaðið náði tali af honum og segir það hafa verið ógjörning að fljúga allri fjölskyldunni yfir landamærin til Kanada. „Það hefði kostað rúmlega hálfa milljón og slíkt hefði þýtt engar jólagjafir í ár.“ Stefán segir það óneitanlega grátbroslegt að ein af lykilsetningum sýningarinnar sé einmitt að enginn skuli vera einn um jólin. „Ef ég væri „method“-leikari þá hefði þetta kannski verið í lagi. En ég er það náttúrlega ekki og þess vegna er þetta fúlt.“

Níutíu sýningar hafa verið skipulagðar en nánast uppselt er á þær allar, sem þýðir að Stefán mun að öllum líkindum leika fyrir rúmlega 200 þúsund manns þar sem ekkert leikhús undir 2.300 áhorfendum getur hýst sýninguna. „Við erum 32 leikarar og 64 alls. Við fljúgum á milli staða en leikmyndin og leikmunir eru ferjaðir á milli í ellefu áttatíu feta trukkum,“ útskýrir Stefán, sem verður því nánast á stanslausu ferðalagi næstu tvo mánuði en síðasta sýningin verður 2. janúar.- fgg





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.