Innlent

Ingibjörg: Einbeittur ákæruvilji Atla byggður á misskilningi

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
„ Ég misskildi ekkert. Sú spurning hlýtur hins vegar að vakna hvort einbeittur ákæruvilji Atla Gíslasonar og fleiri sé ekki byggður á þeim misskilningi að betra sé að veifa röngu tré en öngu."

Þetta skrifaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra á Facebook, og er þar að svara Atla Gíslasyni, formanni þingnefndar sem dró lærdóm af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Atli sagði í viðtali í Kastljósi í gærkvöldi að ráðherrunum fjórum, sem kunna að verða dregnir fyrir Landsdóm, hafi mátt vera ljóst að verið væri að kanna ráðherraábyrgðina. Hann sagði Ingibjörgu hafa misskilið stöðu sína þegar hún sendi nefndinni svarbréf sitt.

Þessu er Ingibjörg ekki sammála og skrifar á Facebook að hún hefði ekki verið borin neinum sökum af hálfu rannsóknarnefndar Alþingis og skrifar svo:

„Mér var boðið að bregðast við þessari niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar og ég gerði það. Ég hafði engin andmæli uppi af þeirri ástæðu að ég var ekki borin neinum sökum."

Ingibjörg er einn af fjórum ráðherrum sem gætu verið ákærðir fyrir vanrækslu eða afglöp í ráðherrastóli.

Hér fyrir neðan er hægt a lesa bréf Ingibjargar í heild sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×