Lögreglumenn leiða hvor sinn listann 18. maí 2010 05:30 Guðmundur Ingi Ingason Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Oddvitar framboðslistanna tveggja í Skaftárhreppi eru lögregluþjónarnir tveir sem starfa í hreppnum, Guðmundur Ingi Ingason varðstjóri og Þorsteinn Kristinsson lögreglustjóri. „Við erum fagmenn á okkar sviði, það er langt því frá að þessi staða trufli okkur," sagði Þorsteinn þegar Fréttablaðið grennslaðist fyrir um málið. „Þetta er allt í fínu, við ræðum sveitarstjórnarmálin ekkert í vinnunni," sagði Guðmundur Ingi, sem reyndar var nýverið fluttur um set tímabundið og starfar nú á vegum ríkislögreglustjóra í þjónustumiðstöðinni í Vík sem sett hefur verið á laggirnar vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. „Hér eru aðallega Mýrdælingar, kjósendur í öðrum hreppi, þannig að ég get ekki misnotað aðstöðuna neitt," segir Guðmundur Ingi og hlær. „En að öllu gamni slepptu þá höfum við unnið nánast allan sólarhringinn síðan gosið hófst og það má segja að kosningarnar hér á þessu svæði séu haldnar í skugga eldgossins." Þorsteinn segir áhuga íbúa hreppsins þó hafa vaknað verulega eftir að listarnir urðu klárir 8. maí. Þorsteinn tekur undir með Guðmundi Inga að mikið sé að gera hjá lögreglunni í tengslum við gosið, þó að stærstur hluti Skaftárhrepps hafi sloppið við öskufall. Helsta ágreiningsefni framboðslistanna snýst um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs til vesturs. Listi Þorsteins, Framsýn, er þeirrar skoðunar að það beri að stækka þjóðgarðinn. „Ég sit í hreppsnefnd og hef unnið að undirbúningi stækkunarinnar, eins og aðalskipulag kveður á um. Í stækkuninni felast mörg tækifæri fyrir hreppinn, til dæmis í ferðaþjónustu," segir Þorsteinn og bendir á að réttindi bænda haldast óbreytt þó að þjóðgarðurinn verði stækkaður. Listi Guðmundar, „Skaftárhrepp á kortið", vill „stíga varlega til jarðar" í stækkuninni eins og Guðmundur orðar það sjálfur. Hann er nýr í sveitarstjórnarmálum. Þess má geta að fyrir fjórum árum var ekki listakosning í hreppnum heldur persónukjör. Skaftárhreppur nær frá Mýrdalssandi austur að Skeiðarársandi. Hann er einn stærstu hreppa á landinu, nær yfir sjö prósent af Íslandi. Íbúarnir eru 450. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Kosningar 2010 Stj.mál Mest lesið Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Erlent Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bugun þar til farið var í fasta fáliðun á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu