Enski boltinn

Feyenoord-menn foxillir út í Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/AFP
Forsvarsmenn hollenska liðsins Feyenoord eru foxillir út í Chelsea eftir að enska úrvalsdeildarliðið krækti í fimmtán ára pilt, Nathan Ake. Feyenoord hefur gengið illa að halda sínum efnilegustu fótboltamönnum að undanförnu.

Ake er varnarmaður og hefur verið hjá hollenska liðinu frá því að hann var 12 ára. Hann hafnaði samningi við Feyenoord og kaus í staðinn að fara til Chelsea. Manchester City var einnig áhugasamt um að semja við strákinn.Enska liðið hefur samþykkt að borga 228 þúsund pund í uppeldisbætur.

Ake er þriðji ungi og bráðefnilegi leikmaðurinn sem yfirgefur Feyenoord á síðustu árum en áður hafði Jeffrey Bruma farið til Chelsea og Kyle Ebecilio til Arsenal.

Leo Beenhakker, yfrmaður knattspyrnumála hjá Feyenoord, er mjög ósáttur með þróun mála. Hann kallaði ensku úrvalsdeildarliðin hvítu hákarlana í fótboltaheiminum og segir að hollenska félagið ætli að biðla til FIFA um að breyta reglununum varðandi rétt uppeldisfélaga gagnvart ungum leikmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×