Fimm manna þjófagengi handtekið 25. ágúst 2010 06:15 mennirnir teknir Mennirnir voru handteknir í gærmorgun í íbúð í Árbæjarhverfinu. Hópur lögreglumanna á mörgum bílum gekk hratt til verks og gengu handtökurnar fljótt og vel fyrir sig. Hér er einn hinna grunuðu leiddur út í lögreglubíl. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunargögn, sem eru hlutir úr þremur innbrotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrotum í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarnir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum innbrotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti valdið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm karlmenn í Árbæjarhverfi í gærmorgun vegna rannsóknar á innbrotum í Árbæ og á Ártúnshöfða að undanförnu. Samkvæmt lýsingum sjónarvotta þusti hópur lögreglumanna inn í íbúð í hverfinu og leiddi hina grunuðu út í járnum. Mennirnir voru í haldi síðdegis í gær og stóðu yfirheyrslur þá enn yfir. Mennirnir eru íslenskir, á aldrinum frá tvítugu til þrítugs. Þeir hafa allir komið við sögu lögreglu áður. Árni Þór Sigmundsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir að þrjár húsleitir hafi verið gerðar í gær og þegar hafi tekist að tengja mennina við þrjú innbrot, en áfram sé unnið í málinu. „Við höfum þegar fundið sönnunargögn, sem eru hlutir úr þremur innbrotum. Um er að ræða tölvubúnað, skjái og myndvarpa.“ Árni segir að þýfið sé úr innbrotum í tvö fyrirtæki og skóla. Þjófarnir hafi greinilega verið á höttunum eftir auðseljanlegum hlutum. Spurður hversu mörgum innbrotum mennirnir séu grunaðir um að eiga aðild að segir Árni Þór að lögregla rannsaki nú öll óupplýst innbrot með hliðsjón af handtöku þeirra. „Við vitum ekki enn hvað þeir eiga aðild að mörgum þeirra.“ Árni Þór segir að innbrotum á svæðinu hafi fjölgað talsvert í ágúst miðað við mánuðina á undan. Fjöldi þjófnaðarbrota fari að hluta eftir því hverjir gangi lausir hverju sinni. Afkastamiklir menn geti valdið miklum usla á skömmum tíma og fjölgað innbrotum verulega. „En á svæðinu austan Elliðaáa hefur innbrotum fækkað á árinu, frá því sem var í fyrra, og við vonum að svo verði áfram. Lögreglan hvetur fólk til að ganga tryggilega frá húsum sínum og skilja ekki sýnileg verðmæti eftir í bílum.“ jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Erlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar Sjá meira