Tuttugu og tveir milljarðar í laun til starfsmanna 13. apríl 2010 10:30 MYND/365 Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Tíu launahæstu starfsmenn stóru bankanna þriggja fengu tuttugu og tvö og hálfan milljarð króna í laun á árunum 2004 til 2008. Bónusgreiðslur virðast hafa verið háðar mati æðstu stjórnenda og ekki tengst rekstrarárangri bankanna. Rannsóknarnefndin hefur tekið saman laun starfsmanna og stjórnenda bankanna árin 2004 til 8 og hafa þau verið framreiknuð. Þá fengu 10 æðstu stjórnendur Glitnis rúma 6 milljarða króna í laun. Bjarni Ármannsson fyrrverandi forstjóri fékk rúman milljarð og Lárus Welding um 340 milljónir króna á fjögurra mánaða tímabili.Meðalmánaðarlaun Bjarna Ármannssonar fimmfölduðust á þremur árum,og enduðu í rúmum 50 milljónum kr. á mánuði árið 2007. Rannsóknarnefndin reiknar það til að kostnaður Glitnis af samningnum við Lárus hafi verið um 5,1 milljarður króna þegar hann var gerður og félli hann til á 5 árum. Ráðning Lárusar og samþykki á ráðningarkjörum hans fór fram á 35 mínútna löngum stjórnarfundi. Vekur þetta spurningar um vandaða stjórnarhætti. Launauppgjörið við Bjarna og lán til Lárusar vekja sérstaka athygli nefndarinnar og segir m.a. að spurningar vakni hvort ársreikningurinn fyrir árið 2007 hafi verið í samræmi við góðar reikningsskilavenjur þar sem lykiltölur varðandi þessi atriði vanti.Sigurjón Þ. Árnason.Tíu launahæstu starfsmenn Landsbankans fengu rúma sjö milljarða króna í laun á árunum 2004 - 8 (7245499). Af þeirri upphæð fengu bankastjórarnir Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson um 1,7 milljarð króna. (Sigurjón: 936 halldór: 680). Heildarmánaðarlaun Sigurjóns Þ. Árnasonar rúmlega nífölduðust frá árinu 2004 til 2008 og voru tæpar 35 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2008. Heildarmánaðarlaun Halldórs J. Kristjánssonar voru tæpar 3 milljónir að meðaltali á mánuði árið 2004 en fóru í rúmar 25 milljónir króna að meðaltali á mánuði árið 2005. Árin 2006 til 2008 voru launin á bilinu 8,5 til 13 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Alls fengu 10 launahæstu starfsmenn Kaupþings um 9,5 milljarð króna í laun á árunum 2004 til 8 (9,487,977).Sigurður Einarsson og Hreiðar Már Sigurðsson.Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri bankans fékk á sama tímabili rúm þrjá milljarða króna í laun (3,064,740). Árið 2007 námu heildarlaun hans tæplega 159-földum launum meðalstarfsmanns í bankanum. Þá var árlegur rekstrarkostnaður útibús Kaupþings í London vegna stjórnarformannsins Sigurðar Einarssonar var ekki undir eftirliti innri eða ytri endurskoðenda bankans. Frá maí 2005 til September 2008 nam kostnaður vegna launa Sigurðar, bónusa, húsnæðiskostnaðar og fleira rúmum 1,3 milljarði króna. Rannsóknarnefnd Alþingis bendir á að bónusgreiðslur hafi verið háðar huglægu mati stjórnenda.Það er athyglisverð þróun ð bónusgreiðslur til stjórnenda eru hæstar á árinu 2008. Á sama tíma og rekstur bankans var erfiður, lausafjárþröng hrjáði hann og verð á hlutabréfum hans féllu í verði fengu stjórnendur hærri bónusa en dæmi voru um áður. Bónusarnir fóru í 2,1 milljón kr. að meðaltali á mánuði árið 2008.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent