Davíð hafnaði því að hafa hótað Tryggva Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 13. apríl 2010 12:15 Davíð Oddsson neitaði því að hafa hótað Tryggva líkt og sá síðarnefndi hélt fram. Mynd/ GVA. Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis. Við lýstum í gær vitnisburði Tryggva Þórs Herbertssonar af fundi hans með Davíð í Seðlabankanum á sunnudagskvöldi hinnar örlagaríku Glitnishelgar. Tryggva leist illa á þá leið að þjóðnýta Glitni og segir svo frá að Davíð hafi tryllst á fundinum, og sagt - að gengi þetta ekki fram - þ.e. þjóðnýting Glitnis - þá myndi Davíð persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri. Davíð kvaðst við skýrslutöku hafa verið Tryggva reiður, þar sem hann hafi átt símtöl við Jón Ásgeir Jóhannesson helsta eiganda Glitnis og lýst fyrir honum tillögum Seðlabankans. Davíð segir að það gæti verið að hann hafi verið hvassyrtur í garð Tryggva. Hann neitar því hins vegar að hafa hótað honum með áðurnefndum hætti - heldur hafi hann sagt að: „Ég mundi sjá til þess, ef hann héldi þessu áfram, að hann færi út úr húsinu og það yrðu gefin fyrirmæli um það að hann færi ekki inn í það aftur. Ég held að Ísland hafi ekki verið, sko, hann gæti verið á Íslandi en þetta var skýringin. ... ég var hneykslaður á að hann skyldi vera að ræða af því að hann var í þeim símtölum líka, við Landsbankamenn út úr húsinu sem voru að senda okkur magnþrungnar dellutillögur. Og hann var að berjast fyrir því að við færum um nóttina í sameiningu að Landsbankanum og Glitni og þessu öllu saman sem enginn hafði heildarmynd yfir og var ekki nokkur vinnandi vegur og tóm endaleysa." Davíð - og hinir seðlabankastjórarnir - eru sakaðir um vanrækslu og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina. Davíð sendi nefndinni andmælabréf upp á 47 blaðsíður. Framan af bréfi er hann einkum að vekja athygli á því að rannsóknarnefndin sé komin fram yfir lögbundinn skiladag og rökstyður það álit sitt að tveir nefndarmenn séu vanhæfir til starfans, Sigríður Benediktsdóttir vegna ummæla sem hún viðhafði í skólablaði hjá bandarískum háskóla og Tryggvi Gunnarsson vegna þess að tengdadóttir hans var lögfræðingur og lykilstarfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir og eftir hrun. Þá fer hann ítarlega yfir athugasemdir nefndarinnar, segir meðal annars að það hafi hvorki verið á verk- né valdsviði Seðlabankans að sporna við innlánasöfnun bankanna erlendis. Varðandi beiðni Landsbankans í ágúst 2008 um milljarða punda fyrirgreiðslu til að flytja icesave reikninga í dótturfélag - segir Davíð í andmælum að áhyggjur bankastjórnar Seðlabanka hefðu löngu verið fram komnar og því hefði áðurnefnd beiðni engu sérstöku við þær bætt. Hvernig það geti leitt til vangaveltna um mistök og vanrækslu sé ofar öllum skilningi. Þá hafnar hann gagnrýni á hvernig staðið var að málum Glitnishelgina, meðal annars að viðbragsáætlun bankans hafi ekki verið nýtt og segir orðrétt: Ég hef efasemdir um að skortur á notkun þess tiltekna eyðublaðs,, sem nefndin getur sérstaklega um, hafi haft veruleg áhrif á örlög íslensku bankanna. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira
Davíð Oddsson seðlabankastjóri hafnaði því við skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni að hann hefði hótað efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar því að honum yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri - tækist ráðgjafanum ekki að sannfæra forsætisráðherra um þjóðnýtingu Glitnis. Við lýstum í gær vitnisburði Tryggva Þórs Herbertssonar af fundi hans með Davíð í Seðlabankanum á sunnudagskvöldi hinnar örlagaríku Glitnishelgar. Tryggva leist illa á þá leið að þjóðnýta Glitni og segir svo frá að Davíð hafi tryllst á fundinum, og sagt - að gengi þetta ekki fram - þ.e. þjóðnýting Glitnis - þá myndi Davíð persónulega sjá til þess að Tryggva yrði ólíft á Íslandi það sem eftir væri. Davíð kvaðst við skýrslutöku hafa verið Tryggva reiður, þar sem hann hafi átt símtöl við Jón Ásgeir Jóhannesson helsta eiganda Glitnis og lýst fyrir honum tillögum Seðlabankans. Davíð segir að það gæti verið að hann hafi verið hvassyrtur í garð Tryggva. Hann neitar því hins vegar að hafa hótað honum með áðurnefndum hætti - heldur hafi hann sagt að: „Ég mundi sjá til þess, ef hann héldi þessu áfram, að hann færi út úr húsinu og það yrðu gefin fyrirmæli um það að hann færi ekki inn í það aftur. Ég held að Ísland hafi ekki verið, sko, hann gæti verið á Íslandi en þetta var skýringin. ... ég var hneykslaður á að hann skyldi vera að ræða af því að hann var í þeim símtölum líka, við Landsbankamenn út úr húsinu sem voru að senda okkur magnþrungnar dellutillögur. Og hann var að berjast fyrir því að við færum um nóttina í sameiningu að Landsbankanum og Glitni og þessu öllu saman sem enginn hafði heildarmynd yfir og var ekki nokkur vinnandi vegur og tóm endaleysa." Davíð - og hinir seðlabankastjórarnir - eru sakaðir um vanrækslu og ótæk vinnubrögð um Glitnishelgina. Davíð sendi nefndinni andmælabréf upp á 47 blaðsíður. Framan af bréfi er hann einkum að vekja athygli á því að rannsóknarnefndin sé komin fram yfir lögbundinn skiladag og rökstyður það álit sitt að tveir nefndarmenn séu vanhæfir til starfans, Sigríður Benediktsdóttir vegna ummæla sem hún viðhafði í skólablaði hjá bandarískum háskóla og Tryggvi Gunnarsson vegna þess að tengdadóttir hans var lögfræðingur og lykilstarfsmaður hjá Fjármálaeftirlitinu fyrir og eftir hrun. Þá fer hann ítarlega yfir athugasemdir nefndarinnar, segir meðal annars að það hafi hvorki verið á verk- né valdsviði Seðlabankans að sporna við innlánasöfnun bankanna erlendis. Varðandi beiðni Landsbankans í ágúst 2008 um milljarða punda fyrirgreiðslu til að flytja icesave reikninga í dótturfélag - segir Davíð í andmælum að áhyggjur bankastjórnar Seðlabanka hefðu löngu verið fram komnar og því hefði áðurnefnd beiðni engu sérstöku við þær bætt. Hvernig það geti leitt til vangaveltna um mistök og vanrækslu sé ofar öllum skilningi. Þá hafnar hann gagnrýni á hvernig staðið var að málum Glitnishelgina, meðal annars að viðbragsáætlun bankans hafi ekki verið nýtt og segir orðrétt: Ég hef efasemdir um að skortur á notkun þess tiltekna eyðublaðs,, sem nefndin getur sérstaklega um, hafi haft veruleg áhrif á örlög íslensku bankanna.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Fleiri fréttir Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Sjá meira