Innlent

Gunnar Rúnar áfram í gæsluvarðhaldi

Gunnar Rúnar Sigurþórsson hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 22. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli almannahagsmuna.



Gunnar hefur játað að hafa orðið Hannesi Þór Helgasyni að bana þann 15. ágúst sl. en málið telst í meginatriðum vera upplýst. Lögð var fram krafa um fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald og á hana var fallist í héraðsdómi. Í tilkynningu frá lögreglu segir að Gunnar uni niðurstöðunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×