Innlent

Traktor dró slökkviliðsbílinn

Hér sést traktorinn draga slökkviliðsbílinn.
Hér sést traktorinn draga slökkviliðsbílinn.
„Það var verið að gera við kúplinguna í honum vissi ég og það var verið að prufukeyra hann en þá fór hann bara aftur í sama farið," segir Óskar Torfason slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á Drangsnesi á Vestfjörðum.

Vegfarandi sendi Vísi meðfylgjandi myndir en þar sést traktor draga einn af tveimur slökkvibílum bæjarins. „Hann er ekki kominn í lag, það mun gerast á næstu dögum á ég von á. "

Aðspurður segir Óskar lítið hafa verið um bruna hjá þeim síðustu vikur og mánuði. „Það hefur í raun ekkert verið að gera síðan frystihúsið brann 1975 eða 76," segir Óskar kíminn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×