Búnaður sem nýtist öllum æskilegastur 1. júlí 2010 04:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embættið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðuneytisins." Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöllunar Fréttablaðsins fyrr í vikunni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanlegum skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lögreglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur," segir dómsmálaráðherra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveitinni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna." Ráðherra segir að í ljósi niðurstöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í ríkisfjármálum, að í öllu falli sé skynsamlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglumönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveitina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því." - jss Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embættið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðuneytisins." Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöllunar Fréttablaðsins fyrr í vikunni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanlegum skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lögreglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur," segir dómsmálaráðherra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveitinni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna." Ráðherra segir að í ljósi niðurstöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í ríkisfjármálum, að í öllu falli sé skynsamlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglumönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveitina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því." - jss
Innlent Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Sjá meira