Innlent

Sjálfstæðismenn og VG starfa áfram saman í Mosfellsbæ

Þrátt fyrir að hafa fengið meirihluta í kosningunum í lok maí ætla sjálfstæðismenn að starfa með Vinstri grænum næstu fjögur árin. Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri.
Þrátt fyrir að hafa fengið meirihluta í kosningunum í lok maí ætla sjálfstæðismenn að starfa með Vinstri grænum næstu fjögur árin. Haraldur Sverrisson verður áfram bæjarstjóri. Mynd/GVA
Í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum hlutu sjálfstæðismenn í Mosfellsbæ 49,8% atkvæða og fjóra fulltrúa af sjö í bæjarstjórn og bættu við sig manni frá síðustu kosningum. Vinstri græn hlutu 11,7% og einn fulltrúa líkt og fyrir fjórum árum. Flokkarnir störfuðu saman í meirihluta á síðasta kjörtímabili.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn hreinan meirihluta en hefur þrátt fyrir það óskaði flokkurinn eftir áframhaldandi samstarfi við VG Samstarf síðustu fjögurra ára hefur reynst vel og hefur einkennst af trausti og samhug, að því er fram kemur í tilkynningu. Þar segir að iðurstöður kosninganna séu skýr skilaboð um ánægju íbúa. Þessir tveir flokkar hafa því orðið sammála um að halda samstarfi sínu áfram á kjörtímabilinu 2010-2014.

Flokkarnir hafa skipt með sér verkum og verður Haraldur Sverrisson, oddviti sjálfstæðismanna, áfram bæjarstjóri. Í upphafi verður Karl Tómasson, oddviti VG, forseti bæjarstórnar og Herdís Sigurjónsdóttir, sem er í öðru sæti á lista sjálfstæðismanna, verður formaður bæjarráðs.

„Þeim flokkum sem munu eiga minnihluta í bæjarstjórn, Samfylkingu og Íbúahreyfingunni, var einnig boðið að koma að stjórn sveitarfélagsins með mun áhrifameiri hætti en atkvæðamagn þeirra gerir segir til um. Þetta var gert til að gefa mætti öllum framboðum aukið tækifæri á embættum og setu í nefndum. Boðið var upp á að ekki myndi fara fram hlutfallskosning um setu í nefndum og ráðum. Þess í stað myndu sjálfstæðismenn gefa eftir ákveðin embætti og sæti í nefndum sem hlutfallskosning hefði haft í för með sér samkvæmt sveitarstjórnarlögum," segir í tilkynningunni.

Þar segir að Samfylkingin hafi tekið vel í þessar hugmyndir

sjálfstæðismanna og lýst yfir stuðningi við þær. „Íbúahreyfingin hafði hinsvegar aðrar hugmyndir um samvinnu af þessu tagi og var ekki reiðubúin að vinna samkvæmt þessum hugmyndum. Það varð til þess að ekki verður mögulegt að gera samkomulag um þverpólitíska samvinnu um málefni Mosfellsbæjar að þessu sinni eins og hugmyndir sjálfstæðismanna gengu út á."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×