Innlent

Sérfræðinganefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður formaður nefndarinnar sem ætlað er að gera tillögur um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, verður formaður nefndarinnar sem ætlað er að gera tillögur um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndarinnar.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins 2008.

Rannsóknarnefndin mun skila skýrslu sinni fyrir 1. febrúar. Fram kemur í tilkynningu frá forsætisráðuneytisins að í ráðuneytinu hafi verið fjallað um

hugsanleg viðbrögð við atriðum sem fram kunna að koma í skýrslunni og beinast að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins.

Nefndin er skipuð Gunnari Helga Kristinssyni, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, sem er formaður, Oddnýju Mjöll Arnardóttur, prófessor við lagadeild Háskólans í Reykjavík, Ómari H. Kristmundssyni, dósent í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands, Kristínu Benediktsdóttur, hdl., og Trausta Fannari Valssyni, lektor við lagadeild Háskóla Íslands.

Nefndin skal taka skýrslu rannsóknarnefndarinnar til ítarlegrar umfjöllunar og meta þau atriði sem beinast kunna sérstaklega að stjórnsýslunni og starfsháttum Stjórnarráðsins. Nefndin skal svo fljótt sem auðið er gera tillögur til forsætisráðherra og ríkisstjórnar um hugsanleg viðbrögð við þeim í samræmi við ábendingar rannsóknarnefndarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×