Hrunsrannsóknin nái til einkavæðingar bankanna 24. febrúar 2010 05:00 Tryggvi Gunnarsson og Páll Hreinsson sitja fyrir svörum fjölmiðla í janúar eftir að í ljós kom að útgáfa skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið kæmi til með að frestast. Fréttablaðið/stefán Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. olikr@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira
Í minnisblaði til rannsóknarnefndar Alþingis mælist Ólafur Ísleifsson, hagfræðingur og lektor við viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík, til þess að rannsóknin nái allt til einkavæðingar bankanna. Minnisblaðið er frá í janúar í fyrra. Þá kallaði nefndin fyrir sig hópa hagfræðinga til ráðgjafar. Í erindinu segir Ólafur að kanna þurfi hver hafi verið tildrög þess að bankarnir voru seldir svokölluðum kjölfestufjárfestum en ekki með dreifða aðild fyrir augum eins og boðað hafði verið. „Tilefni sýnist til að kanna þá fullyrðingu í ljósi vals á kaupendum, sem engir höfðu getið sér orð fyrir þekkingu á bankastarfsemi, að bankarnir hafi verið seldir eftir svonefndri helmingaskiptareglu stjórnarflokkanna tveggja,“ segir í minnisblaðinu. „Um leið sýnist ástæða til að skoða sölu VÍS út úr Landsbankanum í þessu samhengi.“ Þá segir Ólafur að kanna þurfi fullyrðingu fyrrum bankamálaráðherra að Ríkisendurskoðun hafi lagt faglega blessun yfir einkavæðingu bankanna í ljósi alvarlegra athugasemda sem stofnunin hafi gert við hana. Um leið segir hann ástæðu til að kanna hvort forsætisráðuneytið hafi hlutast til um efni skýrslu Ríkisendurskoðunar um einkavæðingu bankanna í árslok 2003. „Benda má á að skýrslan hefði þurft að taka til sölu Búnaðarbankans úr hendi þeirra sem keyptu ráðandi hlut af ríkissjóði, en hann var í þeirra eigu aðeins skamma hríð þar til þeir seldu eignarhlutinn með umtalsverðum hagnaði.“ Þá segir hann virðast sem Ríkisendurskoðun hafi látið undir höfuð leggjast að afla gagna frá þýskum eftirlitsstofnunum vegna þýska bankans Hauck & Aufhäuser Privatbankiers sem við einkavæðinguna eignaðist fjórðungshlut í bankanum. Ólafur tiltekur í erindi sínu til nefndarinnar fjölda þátta sem til athugunar við rannsókn á aðdraganda og orsökum á falli íslensku bankanna 2008 og tengdum atburðum. Auk einkavæðingar bankanna taldi hann að kanna þyrfti hvernig eftirliti Seðlabankans með fjármálastöðugleikanum og með gjaldeyrisstöðu bankanna hafi verið háttað, tilraunir Seðlabankans til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn, samband Seðlabankans við aðra banka og við ríkisstjórn, eftirlit Fjármálaeftirlitsins (FME), ákvörðunina um að þjóðnýta Glitni, Icesave-reikninga Landsbankans, Kastljósviðtal Davíðs Oddssonar, þá seðlabankastjóra, og fleiri þætti. Stefnt er að því að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis komi út fyrir mánaðamótin. Frestur sem tólf embættismönnum var gefinn til að skila andmælum við efni hennar rennur út í dag. olikr@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Sjá meira