Erlent

Sprengja á Times torgi: Tveir til viðbótar handteknir

Tilviljun réð því að bíllinn sem fullur var af sprengiefni og bensíni sprakk ekki.
Tilviljun réð því að bíllinn sem fullur var af sprengiefni og bensíni sprakk ekki. MYND/AP

Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið tvo menn til viðbótar sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um að sprengja bíl í loft upp á Times torgi í New York.

Alríkislögreglumennirnir framkvæmdu húsleitir nálægt Boston vegna málsins og í framhaldi af þeim voru mennirnir handteknir.

Bandaríski ríkisborgarinn Faisal Shazhad sem fæddur er í Pakistan er þegar í haldi grunaður um aðild að málinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×