Lífið

Eva opnuð á Laugavegi

Svava Johansen var ánægð með viðtökurnar og heldur hér á blómvendi við hlið Kristbjörgu Sigurðardóttur og Fjólu Friðriksdóttur. Fréttablaðið/Anton
Svava Johansen var ánægð með viðtökurnar og heldur hér á blómvendi við hlið Kristbjörgu Sigurðardóttur og Fjólu Friðriksdóttur. Fréttablaðið/Anton
Margt var um manninn þegar Svava Johansen opnaði verslunina Evu á nýjum stað neðar á Laugaveginum á fimmtudag. Búðin var full af nýjum merkjum og skartar meðal annars stærri skódeild en áður.

Það er mál manna að verslunin sé vel heppnuð og hleypi nýju lífi í flott húsnæði. Ljósmyndari Fréttablaðsins fór og myndaði gesti opnunarinnar.





Þær Gunnhildur Úlfarsdóttir og Brynja Nordquist voru ánægðar með nýju búðina.

Hjónin Unnur Helga Gunnarsdóttir og Jóhannes Felixson, eða Jói Fel, létu sjá sig.

Þær Hulda Gunnarsdóttir, Edda Björnsdóttir og Regína Pálsdóttir voru hrifnar af þessum leðurjakka.



Björg Jónasdóttir og Kristjana Magnúsdóttir stilltu sér upp fyrir ljósmyndara.



Þeim Maríönnu Traustadóttur og Bertu Kristínu Jónsdóttur leist vel á það sem fyrir augu bar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.