Innlent

Hjördís skoðar söluna á Magma

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hjördís Hákonardóttir fyrrverandi hæstaréttardómari er formaður nefndarinnar. Mynd/ Stefán.
Hjördís Hákonardóttir fyrrverandi hæstaréttardómari er formaður nefndarinnar. Mynd/ Stefán.
Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómari, verður formaður nefndar, sem forsætisráðherra hefur skipað til þess að meta lögmæti kaupa fyrirtækisins Magma Energy á eignarhlutum í HS Orku og starfsumhverfi orkugeirans hér á landi.

Nefndin á að gefa rökstutt álit á því hvort kaup Magma Energy á eignarhlut í orkufyrirtækinu HS Orku í gegnum dótturfélag í Svíþjóð séu samrýmanleg íslenskum lögum og reglum EES-samningsins.

Nefndina skipa:

Hjördís Hákonardóttir, fyrrv. hæstaréttardómari, formaður

Bjarnveig Eiríksdóttir, hdl., LL.M í Evrópurétti og alþjóðaviðskiptarétti

Sveinn Margeirsson, dr. í iðnaðarverkfræði

Ólafur Páll Jónsson, dósent í heimspeki við Háskóla Íslands

Aagot Óskarsdóttir, lögfræðingur.

Nefndinni til ráðgjafar verður Trausti Fannar Valsson, lektor í stjórnsýslurétti við Háskóla Íslands, og nefndin mun jafnframt leita til fleiri sérfræðinga við vinnslu afmarkaðra þátta.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×